- 13 stk.
- 15.04.2011
Árið 2005 fékk Glerárkirkja í fyrsta sinn leyfi til að starfa innan ungmennaáætlunar Evrópusambandsins sem nú ber íslenska
heitið ,,Evrópa Unga Fólksins". Upp frá því hefur kirkjan starfað sem viðurkennd móttökusamtök, umsýslusamtök (co-ordinator)
og síðar einnig sem sendisamtök. Fjöldi ungs fólks hefur tekið þátt í verkefnum Glerárkirkju sem sjálfboðaliðar í
æskulýðsstarfi kirkjunnar, en einnig var kirkjan í samstarfi við leikskólana Krógaból, Síðusel og Sunnuból um verkefni fyrir
sjálfboðaliðana fram til ársins 2011. Hér á veggnum gefur að líta myndir af öllum sjálfboðaliðunum, ásamt upplýsingum
um nöfn þeirra og það tímabil sem hvert og eitt þessara ungmenna lagði fram sjálfboðna vinnu í þágu samfélagsins í
sókninni. Fargjöld og tryggingar sjálfboðaliða eru greidd af fullu af ESB, auk þess sem kirkjan hefur fengið styrk úr ungmennaáætluninni til
þess að greiða fæði, húsnæði og vasapening til sjálfboðaliðanna.