Í kjölfar slyss er sett upp aðstaða fyrir aðstandendur þar sem þeir geta safnast saman á meðan beðið er eftir upplýsingum um afdrif ástvina sem í slysinu lentu. Glerárkirkja er eitt mögulegra húsa sem Rauði Krossinn horfir til að nýta ef þörf er.
Þar fer fram skráning, upplýsingagjöf, fræðsla, huggun og stuðningur sem prestar, djáknar og Rauða kross fólk annast.
Unnið er að sameiningu aðstandenda og ástvina sem í slysinu lentu um leið og upplýsingar um afdrif og staðsetningu þeirra berast.
Fjöldahjálparstjóri Rauða kross deildar skipar stjórnanda sem stýrir starfsemi á söfnunarsvæði aðstandenda á meðan á aðgerðum stendur
Úr handbók Rauða kross Íslands.
Tenglar Glerárkirkju:
Sjá nánar á: kirkjan.is/vidbrogd