Við missi ástvinar er sorg í huga og hjarta. Mikilvægt er að aðstandendur standi saman og tali um þá atburði sem orðið hafa og leiti styrks hjá hvert öðru. Mikilvægt er að ræða við börnin og passa að þau verði ekki útundan eða afskipt þegar atburðir og tilfinningar eru ræddar. Þegar leita skal til prests er oft eðlilegast að hafa samband við þann prest sem starfar nálægt heimilinu eða tengsl eru við af öðrum ástæðum.
Ef óskað er eftir þjónustu hjá prestum Glerárkirkju er best að hringja beint í þá: sjá upplýsingar um starfandi presta við kirkjuna hér.
Á sama tíma og tekist er á við sorgina kalla ýmis úrlausnarefni á athygli í sambandi við jarðarför. Starfsfólk útfararstofanna er mjög hjálplegt við að aðstoða. Á Akureyri er starfrækt Útfaraþjónusta Kirkjugarða Akureyrar. Skrifstofan er opin kl. 8-17 virka daga, tímapantanir í síma 461-4060.
Í Lögmannshlíðarsókn er einn kirkjugarður og stendur hann við Lögmannshlíðarkirkju, en hann tilheyrir Kirkjugörðum Akureyrar rétt eins og garðurinn á Naustahöfða. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk Kirkjugarða Akureyrar.
Heimasíða útfararstofu Akureyrar.