Styrkur:
Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gerir. Fil. 4:13
Þótt ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Sálm. 23:4
Komið til mín, öll þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðin, og ég mun veita yður hvíld. Matt. 11:28
Drottin er ljós mitt og fulltingi, hvern ætti ég að óttast? Drottinn er vígi lífs míns, hvern ætti ég að hræðast? Sálm. 27:1
Náð mín nægir þér því að mátturinn fullkomnast í veikleika. II. Kor. 12:9
Drottinn er vörður þinn, Drottinn skýlir þér, hann er þér til hægri handar. Sálm.121:5
Ef Drottinn byggir ekki húsið erfiða smiðirnir til ónýtis. Sálm. 127:1
En Guði er enginn hlutur um megn. Lúk. 1:37
Ég hef Drottin ætíð fyrir augum, þegar hann er mér til hægri handar hnýt ég ekki. Sálm. 16:8
Hann veitir kraft hinum þreytta og þróttlausum eykur hann mátt. Jesaja 40:29
Kærleikur:
Drottinn er góður, miskunn hans varir að eilífu og trúfesti hans frá kyni til kyns. Sálm. 100:5
Elskum ekki með tómum orðum heldur í verki og sannleika. 1. Jh. 3.18
Guð er kærleikur og sá sem er stöðugur í kærleikanum er stöðugur í Guði og Guð er stöðugur í honum. 1. Jh. 4.
Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. I. Kor. 13:1
Drottinn er öllum góður og miskunn hans hvílir yfir allri sköpun hans. Sálm. 145:9
Ég er góði hirðirinn. Góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina. Jóh. 10:11
Kærleikurinn breiðir yfir allt, trúir öllu , vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. I. Kor 13:7
Ég vil þakka þér, Drottinn, af öllu hjarta, kunngjöra öll máttarverk þín. Sálm. 9:2
Lofa þú Drottin, sála mín, og gleym eigi neinum velgjörðum hans. Sálm 103:2
Von:
Biðjið, og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. Matt. 7:7
Því að þín vegna býður hann út englum sínum til þess að gæta þín á öllum vegum þínum. Sálm. 91:11
Því að ég, Drottinn, er Guð þinn, ég held í hægri hönd þína og segi við þig: „Óttast eigi, ég bjarga þér.“Jesaja 41:13
Því að ég þekki sjálfur þær fyrirætlanir sem ég hef í hyggju með yður, segir Drottinn, fyrirætlanir til heilla en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð. Jer. 29:11
Skapa í mér hreint hjarta, ó Guð, og veit mér nýjan, stöðugan anda. Sálm. 51:12
Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Sálm. 23:1
Jesús segir við hann: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig.” Jóh. 14:6
Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu, hann mun vernda sál þína. Sálm. 121:7
Drottinn, þú ert minn Guð. Ég vegsama þig, ég lofa nafn þitt því að þú hefur unnið furðuverk, framkvæmt löngu ráðin ráð sem í engu brugðust. Jes. 25:1
Ákalla mig á degi neyðarinnar, og ég mun frelsa þig, og þú skalt vegsama mig. Sálm.50:15
Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá. Sálm. 37:5
Drottinn er réttlátur á öllum vegum sínum og miskunnsamur í öllum verkum sínum.. Sálm. 145:13b
Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. Sálm. 121:2
Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum. Sálm. 46:2
Lífsspeki:
Allt sem þér viljið að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera. Því að þetta er lögmálið og spámennirnir. Matt. 7:12
Gott mannorð er dýrmætara en mikill auður, vinsældir eru betri en silfur og gull. Orðskv. 22:1
Jesús sagði: „Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins. Jóh 8:12
Kenn mér að gera vilja þinn því að þú ert Guð minn, þinn góði andi leiði mig um slétta braut. Sálm. 143:10
Lát engan líta smáum augum á æsku þína en ver fyrirmynd trúaðra í orði og hegðun, í kærleika, trú og hreinlífi. I. Tim. 4:12
Lítið ekki aðeins á eigin hag heldur einnig annarra. Verið með sama hugarfari sem Kristur Jesús var. Fil. 2:4-5
Og Jesús sagði við alla: „Hver sem vill fylgja mér afneiti sjálfum sér, taki kross sinn daglega og fylgi mér. Lúk. 9:23
Óttast eigi því að ég er með þér, vertu ekki hræddur því að ég er þinn Guð. Ég styrki þig, ég hjálpa þér, ég styð þig með sigrandi hendi minni. Jes. 41:10
Sá sem ástundar réttlæti og kærleika öðlast líf, velgengni og heiður. Orðskv. 21:21
Sælir eru friðflytjendur, því að þeir munu Guðs börn kallaðir verða. Matt. 5:9
Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá. Matt. 5:8
Sælir eru hógværir, því að þeir munu jörðina erfa. Matt. 5:5
Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða. Matt. 5:7
Sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, því að þeir munu saddir verða. Matt 5:6
Vísa mér veg þinn, Drottinn, að ég gangi í sannleika þínum, gef mér heilt hjarta, að ég tigni nafn þitt. Sálm. 86:11
Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum. Sálm. 119:105
þú skalt elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum huga þínum og öllum mætti þínum. . . . Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Mark. 12:30-31