Jákvætt námskeið um hjónaband og sambúð
Hvernig stuðla ég að heilbrigðu hjónabandi sem endist út lífið?
Hjónakvöldin eru námskeið fyrir pör sem vilja vinna að sambandinu og gera gott samband enn þá betra. Hjónakvöldin eru ætluð öllum, bæði þeim sem vilja styrkja góða sambúð sem hinum er ratað hafa í erfiðleika. Fólk á öllum aldri hefur sótt þessi námskeið, allt frá ungum pörum á leið í hjónaband sem hjónum er hafa verið gift í fjölmörg ár. Kvöldin eru tækifæri fyrir pör að taka frá tíma fyrir sig og hugsa um hjónabandið og vinna að því. Um er að ræða sjálfsstyrkingarnámskeið þar sem farið er í gegnum sambúð og hjónaband og skoðað hvernig hægt er að bregðast við ýmsum vanda sem upp kann að koma í sambúðinni. Einnig er rætt hvernig best er að styrkja þá sambúð sem er í góðum málum.
Efni kvöldanna í eru eftirfarandi:
Námskeiðið er byggt upp svona:
Kl. 20:00 - 20:15 létt hressing og spjallstund.
Kl. 20:15 – 21:00 kennsla og kaffihlé.
Kl. 21:00 – 21.30 hjónin/pörin vinna saman að verkefnum.
Engin hópvinna fer fram á námskeiðinu og engin krafa er um að menn segi frá sínum málum eða deili með öðrum. Hér eru hjónin hver fyrir sig að vinna í sínu sambandi.
Þrátt fyrir að námskeiðið sé byggt á kristnum gildum er það mjög gagnlegt öllum pörum óháð trúarskoðunum.
Námskeiðið kostar 7.000 kr fyrir par.