Um árabil hefur Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi í samstarfi við Glerárkirkju staðið fyrir átta fræðslukvöldum á hverri haustönn og átta fræðslukvöldum á hverri vorönn. Tilgangurinn með þeim hefur verið að skapa vettvang til samtals um kirkju og kristni og hafa kvöldin verið ókeypis og opin öllu áhugasömu fólki, en beðið hefur verið um frjáls framlög í kaffisjóð. Dagskráin hvert kvöld hefur tekið tvær klukkustundir og þó svo að aðsóknin á einstök kvöld hafi verið misjöfn er hægt að tala um að jafnaði 15 til 20 þátttakendur. Sá fjöldi segir þó engan veginn alla söguna um fjölda áheyrenda hin síðustu ár, því að hvert erindi er tekið upp á myndband og birt jafnóðum á vefnum. Sá hópur sem horfir á myndböndin á vefnum er alla jafna stærri en hópurinn sem mætir á sjálft fræðslukvöldið. Og efnið lifir á vefnum en nú eru um 40 myndbönd með fræðslu um kristna trú og kirkjutengd málefni aðgengileg hér á vef Glerárkirkju. Fræðslukvöldin eru á ábyrgð presta kirkjunnar í samstarfi við héraðsprest Eyjafjarðar - og Þingeyjarprófastsdæmi. Uppgjör við siðbót - fræðslu- og umræðukvöld á miðvikudögum 4. okt. - 8. nóv. kl. 20Þetta er röð erinda í tilefni af siðbótarafmælinu þar sem áhrif siðbótarinnar eru metin og túlkuð í ljósi samtímans. Siðbótarafmælið er miðað við það þegar Marteinn Lúther negldi mótmælagreinar sínar upp á hurð Hallarkirkjunnar í Wittenberg, en hvað hefur það með borgarsamfélag nútímans að gera? Það eru þrír biskupar, tveir prófessorar og tveir guðfræðingar sem fjalla um Heilaga Ritningu, kenningar, söfnuðinn, helgihald, reynslu og siðferði í þessu samhengi. Markmiðið með kvöldunum er að skoða á þessum tímamótum arf lúthersku kirkjunnar og ræða um þýðingu hans á líðandi stundu. Miðvikudagur 4. okt. Reynslan sem mótaði Martein Lúther sem guðfræðing
Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor í trúfræði við guðfræði og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands Miðvikudagur 11. okt. Siðbótarkonur í fortíð og nútíð. Söfnuðurinn í breyttum heimi
Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, víglsubiskup á Hólum og sr. Stefanía Steinsdóttir, prestur í Glerárkirkju Miðvikudagur 18. okt. Guðsþjónusta siðbótarkirkjunnar og endurnýjun hennar
Sr. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti Miðvikudagur 25. okt. Fræðslustefna siðbótarinnar sístætt verkefni
Dr. Gunnar J. Gunnarsson, formaður siðbótarnefndar Miðvikudagur 1. nóv. Saga siðbótarinnar og evangelísk lútherska kirkjan í dag
Sr. Karl Sigurbjörnsson, biskup. Miðvikudaginn 8. nóv. Persónuleg trúarreynsla og daglegt líf
Sr. Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur
Fræðslukvöld í Glerárkirkju 2. nóv. kl. 20 – Stóra púsluspiliðStóra púsluspilið – Leitin að elstu handritum Biblíunnar eftir Hans Johan Sagrusten í þýðingu sr. Hreins S. Hákonarsonar. Bókin kom út 2015 hjá Skálholtsútgáfan – útgáfufélag þjóðkirkjunnar. Þessi bók verður kynnt og um hana fjallað í Glerárkirkju miðvikudaginn 2. nóvember kl. 20.00. Í bókinni rekur höfundur á einkar læsilegan hátt hina mögnuðu sögu margra handrita Biblíunnar. Þetta er saga sem er flestum ókunn og margt sem kemur í ljós vekur undrun og þá tilfinningu að ekkert sé tilviljun. Í kynningunni verður einkum staldrað við þrennt: hið þrotlausa starf hinna ókunnu ritara; handrit Gamla testamentisins frá hinni frægu borg Aleppó og starf Konstantíns Tischendorfs. Það er þýðandinn sem kynnir bókina. Kaffiveitingar og umræður og spjall. Fræðslukvöldin í Glerárkirkju hefjast 19. október 2016 kl. 20. Þá mun dr. Grétar Halldór Gunnarsson fjalla um spurningarnar: Er hægt að tala um Guð í nútímanum? Hvernig ættum við þá að tala um Guð og hvar ættum við að byrja? Nýverið kom út bókinn Það sem við tölum um þegar við tölum um Guð eftir Rob Bell í hans þýðingu. Rob Bell var með ráðstefnu í haust í Langholtskirkju um sama efni. Hér fyrir neðan er auglýsing og upplýsingar. Allir velkomnir. Boðið verður upp á kaffiveitingar á vægu verði. Í febrúar 2016 stóð Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi í samstarfi við Glerárkirkju fyrir samræðukvöldum eins og undanfarin misseri. Tilgangurinn með þeim er að skapa vettvang til samtals um kirkju og kristni og er öllum sem áhuga hafa velkomið að taka þátt í samtalinu. Fræðslukvöldin eru á miðvikudagskvöldum kl. 20:00 - 22:00. Að loknu inngangserindi málshefjanda er kaffihlé og síðan taka við umræður og eru þátttakendur hvattir til virkrar þátttöku, þó vissulega sé líka velkomið að sitja hljóður og hlusta. Fræðslukvöldin eru samstarfsverkefni Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis og Glerárkirkju. Umsjón með kvöldunum hafa sr. Guðmundur Guðmundsson héraðsprestur og Jón Ómar Gunnarsson, prestur í Glerárkirkju. Aðgangur er ókeypis, óþarfi að skrá sig og velkomið að sækja stök kvöld en fólk hvatt til að mæta eins oft og það hefur tök á. Hin síðustu ár hafa konur og karlar úr hinum ýmsu söfnuðum, trúað fólk og efasemdamenn, ungir og gamlir, já fólk af öllum gerðum sótt fræðslukvöldin í Glerárkirkju og vonumst við til þess að hópurinn í vor verði litríkur og fjölbreyttur. Gaman væri að sjá þig í þeim hópi! ÍHUGUN, BÆN OG FASTA á fræðslu- og umræðukvöldum í febrúarUm námskeiðiðFyrirlesarar Fyrirlesararnir eru guðfræðingar sem hafa kynnt sér umfjöllunarefnið sitt sérstaklega. Fjallað verður um bænalíf, föstu og íhugun. Umræður Eitt aðalmarkmið þessara kvölda er að skapa umræðuvettvang um trúarlíf í kirkju og samfélagi. Iðkun bænar og íhugunar Námskeiðið hefur einnig það að markmiði að stíga lengra en fræðileg umræða með því að iðka íhugun, bæn og föstu. Hvert kvöld endar á helgistund í kirkjunni með upplifun af því sem fjallað hefur verið um það kvöldið. DAGSKRÁ Í FEBRÚAR 2016:Margir taka þátt í mannrækt og sjálfshjálparhópum sem iðka ýmis konar andlegar æfingar. Oft leita menn langt yfir skammt því að kjarni kristinnar trúar er bænaiðkun, hugleiðsla og lífsleikni. Á þessu námskeiði verður (1) leiðbeint og æfð bæn eins og Jesús kenndi hana. (2) Gengið í föstu sem er þjálfun í lífsleikni. (3) Kyrrðarbæn kennd og æfð en hún á rætur að rekja til trúariðkunnar í klaustrunum. Kvöldin byrja með fyrirlestri kl. 20, síðan er kaffihlé um kl. 21 og eftir þær umræður. Að þessu sinni verður tekin góð stund inni í kirkju til bæna- og íhugunar í góðu og friðsælu umhverfi. Miðvikudaginn 3. febrúar: Sálmar og bænalífFyrirlesari: Guðmundur Guðmundsson
1. Hvernig má nota Guðs orð í bænalífi sínu? 2. Áhersla á Davíðssálma. 3. Sálmabókin sem bænabók. Miðvikudaginn 10. febrúar - Öskudagur: Gengið í föstuFyrirlesari: Þorgrímur Daníelsson1. Leiðbeiningar um föstuhald sem lífsleikni og andleg þjálfun. 2. Meinlætalíf eða gott og heilbrigt líferni. Miðvikudaginn 17. febrúar: Kyrrðarbæn og íhugun 1Fyrirlesari: Guðrún Eggertsdóttir1. Leiðbeiningar um íhugun. 2. Kyrrðarbænin kennd Miðvikudaginn 24. febrúar: Kyrrðarbæn og íhugun 2Fyrirlesari: Guðrún Eggertsdóttir1. Áframhaldandi leðinbeiningar. 2. Æfingar í kyrrðarbæn Laugardaginn 27. febrúar: Kyrrðardagur í bæ - Glerárkirkja kl. 10-17.Íhugunarstundir og kyrrð, hvíld og næði.Stundirnar eru opnar öllum og hægt er að sækja öll kvöldin eða stök kvöld. Þau eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Það þarf að skrá sig á kyrrðardaginn og greiða þátttökugjald 2.000 kr. Skráning á kyrrðardaginn er hjá Guðmundi í síma 897 3302 og gudmundur.gudmundsson@kirkjan.is.
|