Kór Glerárkirkju

Kór Glerárkirkju við upptöku á útvarpsmessu í október 2021 Kór Glerárkirkju æfir á mánudagskvöldum milli 20:00 og 22:00 veturinn og vorið 2021

Áhugasamt söngfólk sem vill taka þátt í kórstarfinu og syngja fjölbreytta og skemmtilega tónlist má gjarnan mæta á æfingu eða senda Valmari organista tölvupóst á valliviolin@gmail.com

 

 Ágrip af sögu kórsins:

Kór Glerárkirkju er blandaður kór sem var stofnaður  þann 12. febrúar árið 1944 og hét þá Kirkjukór Lögmannshlíðarsóknar.  Árið 1990 var nafni hans breytt í Kór Glerárkirkju. Kórinn hefur það að aðalmarkmiði að syngja við helgihaldið í Glerárkirkju á Akureyri.  Æfingar kórsins eru á mánudögum frá 20.00 - 22.00 og klukkutíma fyrir athafnir.

Fyrsti stjórnandi kórsins var Jakob Tryggvason og stjórnaði hann kórnum til haustsins 1945. Þá tók Áskell Jónsson við söngstjórninni og stjórnaði kórnum til ársins 1987 er Jóhann Baldvinsson var ráðinn organisti . Árið 1997 tók Hjörtur Steinbergsson við starfi organista við Glerárkirkju og stjórn kórsins.   Núverandi organisti er Valmar Väljaots og tók hann við stjórn kórsins síðla árs 2009.

Þó kórinn hafi það að aðalmarkmiði að syngja við athafnir í Glerárkikrju þá eru það hreint ekki einu verkefni hans. Árvisst eru haldnir jóla og vortónleikar, oft í samvinnu við aðra kóra eða tónlistamenn.

Vorið 2010 hélt kórinn tónleika í samvinnu við Söngfélagið Sálubót, fór í heimsókn á Dvalarheimilin Hlíð og Kjarnalund og söng fyrir íbúa þar, tók þátt í kóramóti í Hofi, söng við tónleika til styrktar Aflinu og hélt jólatónleika þar sem Hvanndalsbræður voru sérstakir gestir. Í maí 2011 fór kórinn svo í söngferðaleg á Vopnafjörð og Þórshöfn og flutti meðal annars verkið, Komm, Jesu, komm eftir Johann Sebastian Bach.

 

 

Í kórnum eru að jafnaði um 30 félagar. Kórinn deilist í tvo messuhópa sem skiptast á að syngja við athafnir. Æfingar kórsins eru á mánudögum  kl. 20.00-22.00 og klukkutími fyrir athafnir.

Kór Glerárkirkju

Aftasta röð frá vinstri: Kristján Hermannsson, Jón Eðvarð Ingólfsson, Hermann R. Jónsson, Daníel Eyþór Þórðarson, Ingvar Engilbertsson, Gutti Guttesen, Valmar Väljaots, Kolbeinn Gíslason, Árni Bjaman, Sverrir Meldal, Markús Hávarðarson, Þorsteinn Eiríksson, Gunnlaugur Snorrason, Tryggvi Geir Haraldsson.

Miðröð frá vinstri: Gunnhildur Helgadóttir, Svala Stefánsdóttir, Silvía Kristjánsdóttir, Margrét A. Karlsdóttir, Hulda Ingadóttir, Ragnheiður Ólafsdóttir, Borghildur Kjartansdóttir, Steingerður Örnólfsdóttir, Ágústa Ólafsdóttir, Elíngunnur Birgisdóttir, Hólmfríður Stefánsdóttir, Kristín I. Sigurðardóttir.

Fremsta röð frá vinstri: Ingunn Pálsdóttir, Ólína Aðalbjörnsdóttir, Þóra Vordís Halldórsdóttir, Eva Sólveig Úlfsdóttir, Andrea K. Bjarnadóttir, Auður Guðný Yngvadóttir, Svandís Ebba Stefándóttir, Ásta Dúna Jakobsdóttir, Kristín Sigtryggsdóttir, Elínrós Þóreyjardóttir, Bryndís Arna Reynisdóttir, Valgerður Stefánsdóttir.

Kór Glerárkirkju 8. febrúar 2004. 

Aftasta röð frá vinstri: Jón Eðvarð Ingólfsson, Magnús Friðriksson, Hannes Sigurðsson, Ingvar Engilbertsson, Kristján Hermannsson, Daníel Eyþór Þórðarson, Jósavin Heiðmann Arason, Gunnlaugur Snorrason, Tryggvi Geir Haraldsson, Ásmundur Kjartansson, Árni Bjarman, Sverrir Auðunn Meldal og Markús Hávarðarson.

Miðröð frá vinstri: Gunnhildur Helgadóttir, Svala Stefánsdóttir, Helga Alfreðsdóttir, Ingunn Pálsdóttir, Kristín Inga Hilmarsdóttir, Íris Arthúrsdóttir, Kristín I. Sigurðardóttir, Katrín Ingvarsdóttir, Sólveig Jóhannesdóttir, Elíngunnur Birgisdóttir og Kristín Heiða Skúladóttir.

Fremsta röð frá vinstri: Jóna Valdís Ólafsdóttir, Ólína Aðalbjörnsdóttir, Steingerður Örnólfsdóttir, Hildur Stefánsdóttir, Kolbrún Tryggvadóttir, Hjörtur Steinbergsson söngstjóri, María Vilborg Guðbergsdóttir, Eva Sólveig Úlfsdóttir, Ásta Dúna Jakobsdóttir, Sigrún Haraldsdóttir, Kristjana Kristjánsdóttir og Þóra Vordís Halldórsdóttir. Á myndina vantar Sylvíu Kristjánsdóttur.

Kirkjukór lögmannshlíðarsóknar í Félagsborg í Glerárhverfi.

Myndina tók Eðvard Sigurgeirsson árið 1952. Á þessari mynd eru margir félagar frá stofnun kórsins 1944.

Aftasta röð frá vinstri: Júlíus Friðrik Magnússon, Gísli Friðfinnsson, Þorbjörn Kristinsson,Halldór Jónsson Ásbyrgi, Hjörtur L Jónsson, Halldór Jónsson Gili, Friðrik Kristjánsson, Kristján Jónsson Brautarhóli, Sigurjón Jónsson Ási.

Miðröð frá vinstri: Hafliði Guðmundsson, Kristbjörg Magnúsdóttir, Sigríður Marteinsdóttir, Hrefna Pétursdóttir, Sólveig Snæbjarnardóttir, Guðrún Jóhannesdóttir, Gunnlaug Heiðdal.

Fremsta röð frá vinstri:
Þorgerður Kristjánsdóttir, Sumarrós Garðarsdóttir, Sigrún Kristjánsdóttir, Áskell Jónsson söngstjóri, Helga Sigvaldadóttir, Erla Halldórsdóttir, Júdith Sveinsdóttir.

Til gamans grípum við hér niður í gagnrýni, sem Ívar Aðalsteinsson, tónlistarkennari á Akureyri, skrifaði í Morgunblaðið eftir að hafa hlustað á kórinn er hann kom fram á lokatónleikum á Kórastefnu í Mývatnssveit 15. júní vorið 2003: "Eftir hléið hélt Kór Glerárkirkju áfram og nú voru afrísk-amerískir sálmar á efnisskránni. Byrjað var á Deep River við geðþekkan undirleik Daníels Þorsteinssonar. Kórinn blómstraði þéttur, samtaka og rytmískur og sönggleðin leyndi sér ekki, og ekkert síður í næstu lögum: Poor man Lazarus, Nobody knows, Swing low, Joshua fit the Battle of Jericho og Certainly Lord. Flutningurinn var oft stórglæsilegur og hrífandi og skær rödd Hauks Steinbergssonar, sem söng einsöng í tveimur síðasttöldu verkunum, féll vel að hljómi kórsins. Frábærlega útfærður meðleikur Daníels kórónaði svo allt eyrnakonfektið."