Umræðukvöld prófastsdæmisins í samstarfi við Glerárkirkju á vordögum 2011 snérust um þjóðgildin og hófust þau mánudagskvöldið 7. febrúar í Glerárkirkju með framsögu Gunnars Hersveins, höfundar bókarinnar ÞJÓÐGILDIN. 35 manns sóttu fundinn og sköpuðust lifandi umræður um þau gildi og það samfélag sem við viljum búa við. Með þessu framtaki vill prófastsdæmið efla samtalið milli fólks um nútíð og framtíð okkar allra. Að lokinni helgistund gengu þátttakendur í safnaðarsalinn þar sem Gunnar flutti erindi sitt. Hann hóf mál sitt með því að benda á að gildi er víðtækt siðferðilegt hugtak sem fjallar um þau verðmæti sem bæta einstaklinga og samfélag. Þá benti hann á að dyggðir eru lærðir mannkostir, siðferðilegur eiginleiki fólks sem það hefur áunnið sér og æft sig í. Þannig væru dyggðirnar sammannlegir þættir sem gera gott fólk úr börnum, þ.e. eiginleikar sem vert er að hrósa fyrir. Sjá nánar á vef prófastsdæmisins. Að loknu þessu upphafskvöldi tóku við sjö umræðukvöld:
Annað umræðukvöldið fjallaði um þjóðgildin: Ábyrgð og frelsi. Sr. Svavar A. Jónsson, sóknarprestur í Akureyrarkirkju, var með hugvekju og bæn í upphafi sem lesa má á trú.is. Erindi kvöldsins annaðist Baldur Dýrfjörð, lögfræðingur og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Samantekt eftir kvöldið má lesa hér og horfa á erindiBaldurs á You-tube. |
|
Þriðja umræðukvöldið fjallaði um þjóðgildin: Heiðarleiki og traust Inngangsorð flutti Fjalar Freyr Einarsson kennari, en framsöguerindi kvöldsins flutti Hlín Bolladóttir, kennari og bæjarfulltrúi (Listi fólksins). Ávef prófastsdæmisins má lesa stutta samantekt frá kvöldinu, en einnig máhorfa á erindi Hlínar á Youtube og punkta úr inngangsorðum Fjalars má nálgast á vef Glerárkirkju. |
|
Fjórða umræðukvöldið fjallaði um þjóðgildin: Virðing og réttlæti. Katrín Ásgrímsdóttir, sem situr í kirkjuráði þjóðkirkjunnar var með hugvekju. Hugvekju hennar má lesa átrú.is. Þá flutti Hermann Jón Tómassona erindi sem hann nefndi: “Þjóðgildin virðing og réttlæti. Erindi hans er í heild á You-tube. Á vef prófastsdæmisins má lesa samantekt á innleggi þeirra og nokkur atriði úr umræðunum. |
|
Fimmta umræðukvöldið fjallaði um þjóðgildin: Lýðræði og jöfnuður. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir prestur í Glerárkirkju flutti inngangsorð og stjórnaði helgistund. Inngangsorð hennar má lesa á trú.is. Þá flutti Guðmundur Baldvin Guðmundsson bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins framsöguerindi kvöldsins. Erindi hans er í heild á youtube. Á vef prófastsdæmisins má lesa samantekt frá kvöldinu. |
|
Sjötta umræðukvöldið fjallaði um þjóðgildin: Jafnrétti og sjálfbærni. Sr. Guðmundur Guðmundsson héraðsprestur flutti inngangsorð og sr. Gunnlaugur Garðarsson stjórnaði helgistund. Þá flutti Andrea Hjálmsdóttir bæjarfulltrúi Vinstri-Grænna framsöguerindi kvöldsins. Horfa má á erindi hennar í heild sinni á youtube. Þá má finna samantekt frá kvöldinu á vef prófastsdæmisins. |
|
Sjöunda kvöldið fjallaði um hófsemd og samfélag, en Gunnar Hersveinn bætir þessum tveimur hugtökum við
þjóðgildaumræðuna í bók sinni. Sr. Dalla Þórðardóttir flutti inngangsorð og Sigurður Guðmundsson frá Bæjarlistanum flutti framsöguerindi kvöldins. Hægt er að lesa erindi sr. Döllu á trú.is og horfa á erindi Sigurðar á youtube. Þá má finnasamantekt frá kvöldinu á vef prófastsdæmisins. |
|
Á áttunda kvöldinu var horft yfir farinn veg og áherslan lögð á samtalið milli allra frummælenda frá kvöldunum sjö. Sr. Gunnlaugur Garðarsson flutti inngangsorð og sá um helgistund í kirkjunni. Að henni lokinni var boðið upp á kaffiveitingar í safnaðarsal. Til þess að ýta samtalinu úr vör lásu sr. Guðmundur Guðmundsson og Pétur Björgvin Þorsteinsson, umsjónarmenn kvöldanna, upp texta sem þeir höfðu tekið saman úr því efni sem til hafði orðið á kvöldunum sjö. Hlýða má á þá samantekt með því að smella á myndina hér til hægri. |
|