Í Glerárkirkju fer fram mikið starf yfir vikuna, mánaðar dagskrá birtist í Dagskránni á Akureyri í upphafi hvers mánaðar og í fréttadálknum hér á heimasíðunni. Eins má alltaf finna hvað er í gangi í kirkjunni á facebooksíðu Glerárkirkju.
Mánudagur
kl.14:00 - GlerUngar, er fyrir 1.- 4. bekk hittast á mánudögum kl.14-15:30, húsið opnar kl.14:00.
kl.19:30 - Kór Glerárkirkju, æfing frá 19:30-21:30 - áhugasamt söngfólk má gjarnan mæta á æfingu eða senda Valmari organista tölvupóst á valliviolin@gmail.com.
Þriðjudagur
kl.13:00-17:30 - Fermingarfræðsla
kl.20:00 - GSA, Graysheeters Anonymous í kjallara Glerárkirkju, gengið inn vestamegin. www.gsa.is
Miðvikudagur
kl.10:00 - Prjónakaffi í safnaðarheimili Glerárkirkju
kl.10:00 - Mæðrastyrksnefnd er með viðtöl og úthlutun tvo seinustu miðvikudaga í mánuði í kjallara Glerárkirkju, gengið inn að norðan.
kl.12:00 - Hádegishelgistund og kaffi á eftir.
Kl.16:00 - Barnakór Glerárkirkju, æfing til 17:00
Kl.17:00 - Æskulýðskór Glerárkirkju, æfing til 18:30
Kl.20:00 - Kvennakórinn Embla, æfing í safnaðarheimili.
Kl.20:00 - AA fundur í kjallara kirkju, gengið inn að vestan.
kl.20:00 - Sorgarhópastarf á vegum Samhygðar í kennslustofu.
Fimmtudagur
10:00 - Foreldramorgnar, sameiginlegir fyrir Akureyrarkirkju og Glerárkirkju
14:00 - TTT, er fyrir 5. - 6. bekk eru á fimmtudögum kl.14-15:30, húsið opnar kl. 14:00.
17:00 - Kyrrðarbæn, kristin íhugun í kapellu Glerárkirkju
17:00 - Kvenfélagið Baldursbrá í kjallara Glerárkirkju, gengið inn að norðan. Handavinnukvöld opin öllum, félagsfundur þriðja fimmtudag í mánuði.
Föstudagur
Ekkert reglulegt starf
Laugardagur
kl.11:30 - Gamblers Anonymous, GA fundur í kjallara Glerárkirkju. www.gasamtokin.is
Sunnudagur
kl.9:00 - AA hópur í kjallara Glerárkirkju, gengið inn að vestan. Hornsteinn, bókahópur fyrir karla.
Kl.11:00 - Krakkakirkja í safnaðarheimili Glerárkirkju
kl.18:00 - Í Glerárkirkju er messað hvern sunnudag að jafnaði. Guðsþjónustur eru fjölbreyttar og bent er á mánaðardagskrá á fréttadálki síðunnar fyrir nánari upplýsingar.