Evrópa Unga Fólksins

Frá árinu 2005 hefur æskulýðsstarf Glerárkirkju notið styrkja fyrir ýmiss verkefni sín frá Evrópu unga fólksins (EUF), en það er íslenska heitið á Ungmennaáætlun Evrópusambandsins, Youth in Action, sem er samstarfsverkefni ESB og mennta- og menningarmálaráðuneytisins f.h. íslenska ríkisins. Umsýsla verkefnisins á Íslandi er í höndum UMFÍ. Áætlunin veitir styrki fyrir ungt fólk á aldrinum 13-30 ára. Á hverju ári veitir Evrópa unga fólksins á Íslandi um 1.000.000€ í styrki til góðra verkefna sem skipulögð eru af ungu fólki og/eða fyrir ungt fólk. Styrktaráætluninni er skipt upp í nokkra flokka og hefur Glerárkirkja aðallega þegið styrki fyrir evrópsk sjálfboðaliðaverkefni, ungmennaskiptaverkefni og fyrir þjálfun og samstarf.

 

Fræðast má nánar um Evrópu unga fólksins á vef þeirra (www.euf.is)

Yfirlit yfir verkefni æskulýðsstarfs Glerárkirkju sem hlotið hafa styrk í gegnum landsskrifstofu Evrópu Unga Fólksins á Íslandi. En Evrópa Unga Fólksins er íslenska heitið á Ungmennaáætlun Evrópusambandsins, Youth in Action.
 
Athugið að verkefnisnúmerin gefa til kynna hvenær verkefnið var samþykkt en verkefni hófust að jafnaði 6 mánuðum eftir að þau voru samþykkt. Umsjón með verkefnunum hafði Pétur Björgvin Þorsteinsson, djákni í Glerárkirkju (2005 til 2013) og Evrópufræðingur (MA) og sá hann um að skrifa allar umsóknir og skýrslur.

  • IS-43-6-2011-R4: Snow or Sun - Boring or Fun? Æskulýðsstarf Glerárkirkju stóð fyrir matsfundi á sjálfboðaliðaverkefnum kirkjunnar undangenginna ára í samstarfi við nokkur evrópsk sendisamtök og 10 fyrrverandi sjálfboðaliða. Fundurinn fór fram í febrúar 2012.
  • IS-21-14-2010-R2: Maike Schäfer og Klaudia Migdal starfa í tíu mánuði í Glerárkirkju og á leikskólum í Glerárhverfi sem EVS-sjálfboðaliðar frá 1. september 2010.
  • IS-11-13-2009-R5: Æskulýðsstarf Glerárkirkju stóð fyrir ungmennaskiptaverkefni undir yfirskriftinni ,,We're human, right?" sem fram fór í Reutlingen, Þýskalandi í apríl 2010 og á Akureyri í maí 2010. Þátttakendur voru 8 frá hvoru landi auk fjögurra starfsmanna. Samstarfsaðili æskulýðssstarfs Glerárkirkju var Evangelisches Jugendwerk, Bezirk Reutlingen.
  • IS-21-10-2009-R3: Yvonne Kodela starfaði í sex mánuði í Glerárkirkju og á leikskólanum Sunnubóli sem EVS-sjálfboðaliði. Sendisamtök hennar voru Evangelisches Jugendwerk Bezirk Reutlingen í Þýskalandi.
  • IS-21-2-2009-R1: Jule Dörr starfaði í tíu mánuði í Glerárkirkju og á leikskólanum Krógabóli sem EVS-sjálfboðaliði og Cornelia Leitner í Glerárkirkju og á leikskólanum Síðuseli í 6 mánuði. Sendisamtök Jule Dörr voru Evangelisches Jugendwerk Bezirk Reutlingen í Þýskalandi. Sendisamtökin á bak við Cornelia Leitner voru Akzente International Austurríki.
  • IS-43-2-2008-R3: Malgosia Zachraj og Aleksandra Zachraj frá Stowarzyszenie OiT-Zaczynamy od siebie í Póllandi tóku þátt í tíu daga ,,Job shadowing verkefni Glerárkirkju sem nefndist ,,CYC- Culture – Youth – Connection"
  • IS-21-9-2008-R2: Katharina Zwerger starfaði í tíu mánuði í Glerárkirkju og á leikskólanum Síðuseli sem EVS-sjálfboðaliði. Sendisamtök hennar voru Melange, Austurríki.
  • IS-21-1-2008-R1: Susanne Seitz starfaði í tíu mánuði í Glerárkirkju og á leikskólanum Sunnubóli sem EVS-sjálfboðaliði. Sendisamtök hennar voru Evangelisches Jugendwerk Bezirk Reutlingen, Þýskalandi.
  • IS-21-18-2007-R2: Stefanie Wenger starfaði í tíu mánuði í Glerárkirkju og á leikskólanum Krógabóli sem EVS-sjálfboðaliði. Sendisamtök hennar voru Akzente International Austurríki.
  • IS-21-2-2007-R1: Marta Zachraj starfaði í tíu mánuði í Glerárkirkju og á leikskólanum Síðuseli sem EVS-sjálfboðaliði. Sendisamtök hennar voru Lútherska kirkjan í Golasowice í Póllandi.
  • IS-21-79-2006-R5: Eva Ucnova starfaði í sex mánuði í Glerárkirkju og á leikskólanum Krógabóli sem EVS-sjálfboðaliði. Sendisamtök hennar voru KFUM í Tékklandi.
  • IS-511-4-2006-R2: Sebastian Heusel frá Evangelisches Jugendwerk Bezirk Münsingen í Þýskalandi tók þátt í tíu daga ,,Job shadowing" verkefni í Glerárkirkju sem nefndist ,,Life is now".
  • IS-21-23-2006-R1: Christina Wiest starfaði í tólf mánuði í Glerárkirkju og á leikskólanum Síðuseli sem EVS sjálfboðaliði. Sendisamtök hennar voru Evangelisches Jugendwerk Bezirk Münsingen, Þýskalandi.
  • IS-51-8-2005-R5: Barbara Lochner frá Jugendwerk der AWO Thüringen í Þýskalandi tók þátt í tíu daga ,,Job shadowing" verkefni í Glerárkirkju sem nefndist ,,Making connections".
  • IS-21-47-2005-R5: Martin Pleiss starfaði í sex mánuði í Glerárkirkju og á leikskólanum Krógabóli sem EVS-sjálfboðaliði. Sendisamtök hans voru Jugendwerk der AWO Thüringen í Þýskalandi.
  • IS-21-46-2005-R5: Silvia Geiger starfaði í sex mánuði í Glerárkirkju og á leikskólanum Síðuseli sem EVS-sjálfboðaliði. Sendisamtök hennar voru Evangelisches Jugendwerk Bezirk Reutlingen í Þýskalandi.
  • IS-51-6-2005-R4: Glerárkirkja stóð fyrir samstarfsfundi eða ,,feasibility visit" undir yfirskriftinni ,,Join in" og voru þátttakendur 6 frá Svíþjóð, Íslandi og Þýskalandi, þeirra á meðal Ralf Dörr frá Evangelisches Jugendwerk Bezirk Reutlingen í Þýskalandi.

Athugið að auk ofangreindra verkefna hafa aðilar frá Glerárkirkju tekið þátt í verkefnum erlendis sem hafa verið styrkt með fjármagni frá landsskrifstofum í öðrum ríkjum ESB eða EFTA löndunum, þar á meðal námskeiðum, Contact Making Seminary, Feasibility visit-ráðstefnum og ungmennaskiptum, meðal annars:

  • PL- 11- 190- 2009-R2: Fimm þjóða ungmennaskiptaverkefni í Póllandi undir yfirskriftinni „TATU" sem stóð fyrir Through Art to Understanding. Frá Glerárkirkju tóku 6 ungmenni þátt undir stjórn Péturs Björgvins Þorsteinssonar djákna. En einnig má geta þess að þýski hópurinn sem tók þátt var undir stjórn Susanne Seitz sem hafði þá nýlokið starfi sem EVS-sjálfboðaliði í Glerárkirkju.
  • PL-11-186-2008-R2: Fimm þjóða ungmennaskiptaverkefni í Póllandi undir yfirskriftinni ,,Different at differences – same at understanding." Tveir þátttakendur frá Glerárkirkju.
  • PL-43-025-2007-R4: Feasibility visit í Póllandi. Tveir þátttakendur frá Glerárkirkju.

Æskulýðsstarf Glerárkirkju hefur einnig réttindi til þess að starfa sem skráð sendisamtök innan Evrópu Unga Fólksins. Ef þú hefur áhuga á að fara erlendis, þá má finna yfirlit yfir verkefnin á vef ESB.

  • Frásögn Þorbjargar og Brynju af sjálfboðnu starfi í Noregi 2011 má lesa hér.
  • Frásögn Dagnýjar, Sædísar og Rutar af sjálfboðnu starfi í Austurríki 2010 má lesa hér.


Evrópu Unga Fólksins verkefnin er fjármögnuð með styrk frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Þær upplýsingar sem hér koma fram lýsa aðeins viðhorfum höfundar, Péturs Björgvins Þorsteinssonar. Framkvæmdastjórnin tekur ekki ábyrgð á hvernig upplýsingar sem hér er að finna eru notaðar.