Borðuðu 244 epli samtals!

Sumarnámskeið Glerárkirkju voru vikurnar 10. - 14. júní, 18. - 21. júní og 24. - 28. júní og sóttu 60 börn í 1. - 4. bekk þau.

Dagskipulagið var svipað á námskeiðunum en dögunum var skipt í Hverfisdag, Sælkeradag, Bæjarferð, Hjóladag og Sumarhátíð.

Hverfisdagur þá var rölt um hverfið og Álfhóll heimsóttur og farið í Björn bónda og litastórfiskaleik. Leikvöllurinn við Síðuskóla var líka vinsæll.

Sælkeradagur þá var bökuð kaka eða krakkarnir fengu sætabrauð og snakk með kaffihressingunni.

Bæjarferð þá var tekinn strætó og farið á leikvöllinn við Oddeyrarskóla, Amtbókasafnið heimsótt en þar var tekin kærkomin hvíld í formi bókalesturs og föndurs. Farið var í sundlaugargarðinn og leikið sér þar.

Hjóldagur en búin var til braut á kirkjuplaninu en var því öllu lokað þannig að nóg var plássið til að hjóla.

Sumarhátið þar sem krakkarnir fengu grillaðar pylsur og frostpinna, farið var í bingó og limbó og boðið var upp á andlitsmálningu fyrir þau sem vildu.

Þess á milli þá var farið í leiki í kirkjunni m.a. feluleik sem vakti miklu lukku, boðið var uppá spil, bíó, föndur og perl en börnin voru eins og perlmaskínur svo fljót voru þau að perla og erfitt var að halda í við að strauja. Í boði var hressing tvisvar yfir daginn sem innihélt ávexti og grænmeti og borðuðu krakkarnir samtals 244 epli sem hlýtur að vera met! En taka krakkarnir sjálf með sér nesti til að borða í hádeginu.

Var ekki annað hægt að sjá en að krakkarnir hafi notið þess að vera á námskeiðunum :)

Hér má sjá myndir