Æskulýðsstarfið

  SKRÁNING Í BARNA OG ÆSKULÝÐSSTARF     SKRÁNING Í BARNAKÓR EÐA ÆSKULÝÐSKÓR

 
Barnakór Glerárkirkju er fyrir börn í 2.-4.bekk. Kórinn æfir einu sinni í viku, á miðvikudögum frá 16.00-17.00 í Glerárkirkju. Stjórnandi er Margrét Árnadóttir. Við syngjum lög úr ýmsum áttum og tökum þátt í fjölskylduguðsþjónustum einu sinni í mánuði. Allir eru velkomnir í kórinn og það er alveg ókeypis!

Æskulýðskór Glerárkirkju er ætlaður einstaklingum frá 5.bekk og uppúr, en ekkert aldursþak er á kórnum. Æfingar eru á miðvikudögum milli kl. 17 - 18:30 í Glerárkirkju. Kórinn er opinn öllum og er alveg ókeypis. Við syngjum fjölbreytta tónlist og tökum þátt í fjölskylduguðsþjónustum einu sinni í mánuði. Stjórnandi er Margrét Árnadóttir.

Kórastarfið hefst 8. september. Upplýsingar veitir Margrét Árnadóttir í síma 8227184 eða á netfanginu margret.a73@gmail.com.


Sunnudagaskólinn 
er alla sunnudaga kl.11 í Safnaðarsal kirkjunnar.

GlerUngar er fyrir 1.- 4. bekk hittast á mánudögum kl.14-15:30, húsið opnar kl.14:00.
GlerUngar eru með lokaðan facebookhóp þar sem foreldrar geta fylgst með starfinu gegnum myndir og myndbönd.  

TTT starf er fyrir 5. - 6. bekk eru á fimmtudögum kl.14-15:30, húsið opnar kl. 14:00. 
TTT starfið er með lokaðan facebookhóp þar sem foreldrar geta fylgst með starfinu gegnum myndir og myndbönd. 

UD Glerá er unglingastarf Glerárkirkju og KFUM og KFUK fyrir 8. - 10. bekk. UD Glerá hittist í Sunnuhlíð á fimmtudögum kl. 20, húsið opnar kl. 19:30. Umsjón með starfinu hefurEydís Ösp Verkefnastjóri fræðslu - og fjölskyldusviðs.

...

Æskulýðsstarf Glerárkirkju tekur virkan þátt í starfi:

Verkefni Æskulýðsstarfs Glerárkirkju eru meðal annars styrkt af Samfélagssjóði Samherja.

Umsjónarmaður æskulýðsstarfs Glerárkirkju er Eydís Ösp Verkefnastjóri. Henni til halds og traust eru hressir æskulýðsleiðtogar sem allir fara gegnum formlega skimun árlega.
Eydísi Ösp er hægt að nálgast í S:865-4721 eydisosp@glerarkirkja.is