- 29 stk.
- 04.03.2012
Á árabilinu 2006 til 2011 tóku alls 13 ungmenni erlendis frá þátt í verkefni æskulýðsstarfs Glerárkirkju sem bar heitið
,,Together in Snow and Sun". Verkefnið fékk styrk frá Evrópu Unga Fólksins innan ramma evrópskrar sjálfboðaliðaþjónustu. Ungmennin
dvöldu mislengi á Akureyri, sum aðeins 6 mánuði, önnur allt að 13 mánuði. Í febrúar 2012 stóð æskulýðsstarf
Glerárkirkju svo fyrir matsfundi þar sem öllum fyrrverandi sjálfboðaliðunum var boðið að koma til landsins og funda í nokkra daga á Akureyri
og Vestmannsvatni ásamt fulltrúum eigin samtaka. Markmiðið var að skoða sjálfboðaliðaverkefnið í heild sinni. Myndirnar hér á
eftir gefa innlit í verkefnið.