15 manna hópur leggur af stað í dag klukkan ellefu frá Glerárkirkju. Ferðinni er heitið á landsmót æskulýðsfélaga
á Selfossi sem hefst í kvöld en alls er búist við um 500 þátttakendum. Undirbúningur hjá hópnum úr Glerárkirkju hefur
staðið í nokkurn tíma, m.a. hafa tvær stúlkur úr hópnum æft stíft fyrir hæfileikakeppnina þar sem þær munu flytja
söngatriði. Þá hittist hópurinn á dögunum til þess að sauma búninga, enda búningaball á dagskránni á
laugardagskvöldinu og verðlaunum heitið fyrir flottustu búningana. Nokkrar mömmur og ein amma var fengin með í saumaskapinn og aldeilis glatt á
hjalla.
Skoða myndir frá búningasaumaskapnum.