Aðalsafnaðarfundur Lögmannshlíðarsóknar fer fram sunnudaginn 7.maí kl.12:30 í safnaðarheimili Glerárkirkju.
Hefðbundin aðalfundarstöf en í ár fer ekki fram kosning um laus sæti í sóknarnefnd. Kosið er annaðhvert ár og þar sem kosið var á síðasta fundi kemur ekki nýtt fólk inn í sóknarnefnd að sinni.
Hinsvegar er það svo að öll þau sem hafa lögheimili innan sóknar og eru meðlimir í þjóðkirkjunni hafa málfrelsi og atkvæðisrétt á aðalfundi. Þetta er vettvangur ykkar allra til að hafa áhrif á starf kirkjunnar í þorpinu, koma fram með athugasemdir, hugmyndir og taka þátt í samtali um framtíð kirkjunnar okkar.
Verið öll hjartanlega velkomin.