Aðalsafnaðarfundur Lögmannshlíðarsóknar 2017
Aðalsafnðarfundur Lögmannshlíðarsóknar verður haldinn í Glerárkirkju sunnudaginn 30. apríl kl. 17:00
Fyrir utan hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt starfsreglum kirkjunnar, ber hæst kosning kjörnefndar en fyrir dyrum stendur að kjósa nýjan prest þegar sr. Jón Ómar Gunnarsson lætur af embætti. Það er gert samkvæmt starfsreglum um val og veitingu prestsembætta, sem lesa má hér. Þau sem kunna að vilja gefa kost á sér til kjörnefndarstarfa mega gjarnan láta vita af sér með því að senda tölvupóst á glerarkirkja(hjá)glerarkirkja.is.
Dagskrá aðalsafnaðarfundar er sem hér segir:
Rétt til fundarsetu eiga allir þeir sem búa í Lögmannshlíðarsókn og eru skráðir í Þjóðkirkjuna. Íbúar á Akureyri, norðan Glerár tilheyra Lögmannshlíðarsókn.
Verið velkomin.
Starfsreglur um sóknarnefndar má finna á slóðinni:
http://kirkjuthing.is/log-og-reglur/starfsreglur/starfsreglur-um-soknarnefndir-nr-11112011/