Aðventukvöld Glerárkirkju 1. desember kl.18:00

Athugið að í safnaðarblaðinu sem var borið út í vikunni er röng tímasetning á aðventustundinni okkar, hún er kl.18:00 og svo verður heitt kakó og piparkökur eftir stundina.
Allir kórar kirkjunnar syngja saman og sitt í hvoru lagi, með okkur og fyrir okkur. Þetta verður dásamlegt. Að venju ljúkum við stundinni á því að syngja heims um ból við kertaljós.