Djáknarnir Magnea Sverrisdóttir og Pétur Björgvin Þorsteinsson eru höfundar pistils sem birtist á trú.is í dag þar sem þau kalla eftir því að Þjóðkirkjan stofni aftur embætti Æskulýðsfulltrúa Þjóðkirkjunnar, en það embætti var lagt niður um áramótin 1988/89. Í pistlinum segja þau meðal annars: ,,Þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur æskulýðsstarf kirkjunnar svo sannarlega fundið fyrir niðurskurði."