Í tilefni þess að Þrettánduakademíunni er nýlokið, viljum við í Glerárkirkju benda á pistil sr. Guðrúnar
Karlsdóttur á trú.is. Yfirskrift akademíunnar var að þessu sinni Af baráttunni góðu í
þjónustu og boðun. Þar flutti Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu sem hann nefndi Kynferðisbrot gegn
börnum og samfélagsvitund. Meðal framsögufólks var einnig Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, leikkona, leikskáld og
rithöfundur. Hennar erindi bar titilinn: Um kynbundið ofbeldi á mannamáli. Sr. Guðrún Karlsdóttir, prestur í
Grafarvogskirkju gerir stuttlega grein fyrir þessum tveimur erindum á trú.is. Þess má
geta í þessu samhengi að í um 16 ára skeið hefur sr. Gunnlaugur Garðarsson, sóknarprestur í Glerárkirkju, setið í
undirbúningsnefnd Þrettánduakademíunnar, en hún hefur verið haldin árlega í Skálholti.
Lesa pistil Guðrúnar.