Fráfarandi biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, afhenti nývígðum biskupi, Agnesi Sigurðardóttur, stóran lykil sem tákn um lykla embættisins við lok prestastefnu í gær. Karl afhenti einnig hirðisstaf eða biskupsstaf, bagal, sem rússneska kirkjan gaf honum með þökk fyrir vináttu og veitta aðstoð við rússneska söfnuðinn. Við það tækifæri minnti biskup á mikilvægi gestrisninnar. Prestastefnu var slitið með messu í Dómkirkjunni í dag. Karl biskup predikaði og þjónaði fyrir altari ásamt Agnesi biskupi.Myndir frá athöfninni má finna á myndasvæði kirkjunnar