Í tilefni Alþjóðadegi fórnarlamba umferðarslysa ætlar Rauði krossinn á Akureyri, Sjúkrahúsið á Akureyri og Félag slökkviliðsmanna á Akureyri að standa fyrir stuttri samveru í dag sunnudag kl 16.30 við þyrlupallinn hjá FSA. Tilgangurinn er að sýna samhug, minnast fórnarlamba umferðarslysa, kveikja kertaljós og hlusta á stutta hugvekju sem Pétur Björgvin Þorsteinsson, djákni í Glerárkirkju flytur að þessu sinni.