Samkirkjuleg bænastund undir formerkjum alþjóðlegs bænadags kvenna verður haldin í Glerárkirkju föstudagskvöldið 4. mars næstkomandi
og hefst hún kl. 20:00. Fólk er hvatt til að fjölmenna og sameinast í bæn með konum um allan heim! Þema kvöldsins snýr að
aðstæðum fólks í Síle og er yfirskriftin: Hversu mörg brauð hefur þú?
Sagan á bak við alþjóðlegan bænadag kvenna nær allt aftur til ársins 1812 en það ár hóf Mary Webb að kalla konur saman til
bæna í Boston. Það var svo árið 1927 að alþjóðlegur bænadagur kvenna var haldinn í fyrsta sinn. Efni bænadagsins kemur hverju
sinni frá öðru landi, í þetta sinn frá Síle.
Hópur kvenna úr flestum kristnum kirkjudeildum á Akureyri undirbýr bænakvöldið sem hefst kl. 20:00. Að lokinni samveru í kirkjunni er heitt
á könnunni í safnaðarsalnum. Það eru allir hjartanlega velkomnir, konur og karlar.
Nánari upplýsingar fyrir hönd undirbúningshópsins gefur Regína B. Þorsteinsson í síma 699 2674.
Auglýsing til útprentunar á pdf-formi.