13 ungmenni hafa starfað í Glerárkirkju sem sjálfboðaliðar í 6 mánuði eða lengur hvert þeirra. Þau eiga það sameiginlegt
að hafa ákveðið að taka sér hlé frá námi eða vinnu í heimalandinu og gefa Glerárkirkju nokkra mánuði í
sjálfboðnu starfi. Áhrif þeirra á starfið eru örugglega meiri en við áttum okkur á. Nú þegar matsfundur um starf
sjálfboðaliðanna er framundan er við hæfi að bjóða upp á áramótakrossgátu hér á vefnum þar sem verkefnið er
að skrifa nöfn allra þrettán ungmennanna inn í krossgátuna. Góða skemmtun.
Krossgáta til útprentunar - Kíkja á upplýsingasíðu þar
sem nöfnin er að finna.