Þjóðmálanefnd kirkjunnar hefur það hlutverk að efla og hafa frumkvæði að opinberri umræðu um samfélagsmál út frá kristnum grunngildum og styrkja faglegan grunn fyrir þá umræðu. Liður í þeirri viðleitni nefndarinnar er nýr bæklingur um velferð barna. Þar er að finna ráðleggingar nefndarinnar um hvernig bæta megi hag barna eftir efnahagshrunið í samfélagi okkar. Ráðleggingarnar beinast til þjóðkirkjunnar, biskupa, prófasta, sóknarpresta og safnaða, íþróttafélaga og stjórnvalda í mynd ríkis og sveitarfélaga.
Áskorunin er fjórþætt. Fyrsti hluti hennar snýr að stjórnvöldum, annar hluti að kirkju, trúfélögum, íþróttafélögum og sambærilegri starfsemi, þriðji hlutinn snýr að prestum, próföstum og biskupum og fjórði hlutinn að ríki, sveitarfélögum og félagasamtökum.