18.01.2012
Vilt þú gera gott hjónaband betra? Mættu á námskeið 18. jan. kl. 20 í Glerárkirkju!
Ást fyrir lífið - hjónabandsnámskeið
11. og 18. janúar 2012 býður Glerárkirkja upp á námskeið um hjónabandsbókina ,,Ást fyrir lífið" sem Tindur gaf út
fyrir jólin 2010. Umsjón með námskeiðinu hefur Pétur Björgvin Þorsteinsson djákni í Glerárkirkju, en hann þýddi
bókina yfir á íslensku.
Miðvikudagskvöldið 11. janúar horfum við á kvikmyndina ,,Fireproof" (því miður án íslensks texta) og 18. janúar er farið yfir
hvernig gott er að nota bókina sem sjálfshjálparbók í hjónabandsvinnunni.
Allir velkomnir, engin skráning, dagskráin hefst bæði kvöldin kl. 20:00
Þátttaka er ókeypis en bókin er til sölu á 2.000 krónur.
Ekki er nauðsynlegt að hafa mætt á fyrra kvöldið til að mega mæta á það seinna.
Þeim sem vilja kynnast bókinni er einnig bent á að hlusta má á upplestur úr bókinni á útvarp LINDIN, á sunnudögum kl.
20:00, mánudögum kl. 08:40 og laugardögum kl. 15:30.