25.10.2009
Þessa dagana standa hinar árlegu dagsferðir fermingarbarna Glerárkirkju yfir. Mánudaginn 26. október fara nemendur úr Glerárskóla,
föstudaginn 30. október nemendur úr Giljaskóla og mánudaginn 2. nóvember er svo komin röðin að nemendum úr Síðuskóla.
Nánari upplýsingar um ferðirnar er að finna í bréfi sem prestar kirkjunnar sendu heim til fermingarbarnanna. Brottför er hvern dag frá
Glerárkirkju kl. 08:30 að morgni og komið er til baka rúmum 12 tímum seinna. Athugið að af þessum sökum verða hvorki prestar kirkjunnar né
djákni við á umræddum dögum. Beðist er velvirðingar á því en fólki bent á að hafa samband símleiðis.
Farsími sr. Gunnlaugs er 864 8455, sr. Arnalds 864 8456 og Péturs djákna 864 8451.