Nú er hafin þemavika fermingarbarna. Við í Glerárkirkju höfum fengið til liðs við okkur 15 ungmenni á aldrinum 19 til 29 ára frá Bandaríkjunum og Kanada og munu þau hafa veg og vanda af dagskrá þemavikunnar. Fermingarbörnin mæta samkvæmt stundarskrá í fræðslutímana og fá þar tækifæri til að kynnast gestunum. Auk þess er svo boðið upp á fjölbreytta hópavinnu undir stjórn gestanna seinnipartinn á þriðjudeginum, miðvikudeginum og föstudeginum. Þá eru krakkarnir hvattir til að mæta í unglingastarfið á fimmtudagskvöldinu í Sunnuhlíð. Einnig verða gestirnir með samkomu sem er öllum opin í Glerárkirkju á föstudagskvöldinu kl. 20:00. Dagskrá þemaviku lýkur með virkri þátttöku fermingarbarna í messu sunnudaginn 27. janúar kl. 11:00. Umsjón með þemavikunni hefur djákni Glerárkirkju, Pétur Björgvin og gefur hann nánari upplýsingar í síma 864 8451.
Þriðjudagur 22. janúar
Fermingafræðsla skv. stundarskrá
16:30 til 19:00 Fjölbreytt hópastarf.
Miðvikudagur 23. janúar
Fermingarfræðsla skv. stundarskrá
16:00 til 18:30 Fjölbreytt hópastarf.
Fimmtudagur 24. janúar
20:00 UD-Glerá, unglingastarf í félagsheimili KFUM og KFUK í Sunnuhlíð, gestirnir sjá um dagskrána.
Föstudagur 25. janúar
16:00 til 19:00 Fjölbreytt hópastarf. Framhald af hópastarfi þriðjudags og miðvikudags. Pizzuveisla.
20:00 Samkoma þar sem gestirnir sjá um tónlistina og trúarlegan vitnisburð
Sunnudagur 27. janúar
10:00 Mæting fyrir fermingarbörn sem hafa tekið þátt í þemavikunni og tekið að sér hlutverk í messunni.
11:00 Messa með virkri þátttöku fermingarbarna. Gestirnir sjá um tónlistina sem verður aðallega á ensku. Þeim til stuðnings eru fermingarbörn sem einnig sjá um stutt atriði/leikþátt. Foreldrar eru hvattir til að fjölmenna í messuna. Prestur er sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir.
Þátttaka í hópastarfi í þemaviku fermingarbarna er valfrjáls viðbót við fermingarfræðsluna, en þau sem eru skráð í fermingarstörfin í Glerárkirkju mæta að sjálfsögðu öll í venjulega fermingartíma.