Dagskrá um aðventu og jól

Verið velkomin til kirkju á aðventunni og um jólin
Verið velkomin til kirkju á aðventunni og um jólin

Verið velkomin til kirkju á aðventunni. Hér í Glerárkirkju verða fjölbreyttar stundir fyrir alla fjölskylduna.
Hátíðleiki, jólastemning, krakkafjör og tónlistarupplifanir.

Njótið aðventunnar með okkur

Athugið breyttan tíma aftansöngs á aðfangadag.
Guðsþjónustan hefst
kl. 17:00.


Sunnudagurinn 11. desember - Þriðji sunnudagur í aðventu

Messa kl.11:00
Sr. Helga Bragadóttir þjónar. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur.

Sunnudagaskóli kl.11:00
Eydís og Tinna leiða skemmtilega stund í safnaðarheimilinu fyrir börn á öllum aldri. Síðasti sunnudagaskóli fyrir jól.

Sunnudagurinn 18. desember - Fjórði sunnudagur í aðventu
Óskalagahelgistund kl.20:00
Þriðja árið í röð taka Margrét Árnadóttir og Petra Björk Pálsdóttir söngkonur við óskalagabeiðnum og syngja uppáhalds jólalögin og jólasálmana ykkar. Valmar Väljaots leikur undir og sr. Magnús Gunnarsson leiðir stundina.


Laugardagurinn 24. desember - Aðfangadagur
Aftansöngur kl. 17:00 - ATH TÍMASETNINGU
Sr. Magnús Gunnarsson þjónar, Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots. Komið og syngið inn jólin með okkur. Messunni lýkur kl.18:00 og við göngum út í jólakvöldið meðan bjöllurnar hringja hátíðina inn.

Næturmessa kl.23:00
Sr. Sindri Geir leiðir helgistund um jólanóttina. Verið velkomin til hátíðlegrar og ljúfrar stundar í kirkjunni. Rannvá Olsen, Siggi Ingimars og Heimir Ingimars leiða jólasöng.

Sunnudagurinn 25. desember - Jóladagur
Hátíðarmessa kl.14:00
Sr. Helga Bragadóttir þjónar, Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.

Mánudagurinn 26. desember - Annar í jólum
Fjölskyldumessa kl.11:00
Eydís, Tinna og Sindri leiða samveruna, barna- og æskulýðskórar kirkjunnar syngja og við eigum ljúfa jólastund saman.

Sunnudagurinn 1. janúar 2023 - Nýársdagur
Hátíðarmessa kl.14:00
Sr. Helga Bragadóttir þjónar. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots. Syngjum nýja árið inn saman og leggjum það í bæn.