14.04.2011
Á fimmtudagsmorgnum er líf og fjör í safnaðarsal Glerárkirkju an þá hittast foreldrar með ungana sína. Nú fer senn að
líða að lokum starfsins á vorönn, en þó eru nokkrar samverur eftir og munum við meðal annars fagna 20 ára afmæli foreldramorgna.
21. apríl: Skírdagur, foreldramorgunn fellur niður
28. apríl: Foreldramorgunn frá 10:00 til 12:00. Spjall og léttur morgunverður.
5. maí: Foreldramorgunn frá 10:00 til 12:00. Spjall og léttur morgunverður.
8. maí: SUNNUDAGUR - MÆÐRADAGURINN - Haldið upp á 20 ára afmæli foreldramorgna á vorhátíð kirkjunnar. Leiksýning,
hoppukastalar, grillaðar pylsur og margt fleira. Dagskráin hefst kl. 11:00 með guðsþjónustu.
12. maí: Foreldramorgunn frá 10:00 til 12:00. Spjall og léttur morgunverður. Eva Mjöll Sigurbjörnsdóttir hjúkrunarfræðingur verður
með fræðsluinnlegg kl. 10:30.
19. maí: Síðasta samvera vetrarins.