Dr. Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor í Gamla testamentisfræðum á fræðslukvöldi

Gunnlaugur A. Jónsson
Gunnlaugur A. Jónsson

Næstkomandi miðvikudag 7. nóvember fær Glerárkirkja í heimsókn einn fremsta fræðimann okkar á sviði Gamla testamentisins á fræðslukvöld. Dr. Gunnlaugur A. Jónsson mun flytja erindi um Trúfélagið, sýn og skipulag. Hann mun leggja áherslu á fræðasvið sitt og spurningarnar sem hann glímir við eru: Eykur fjölbreytileiki guðsþjónustuformsins skilning á trú? Dæmi m.a. tekin af helgihaldi hinna fornu Hebrea/Ísraelíta eins og það
birtist í Davíðssálmum. Hvað er það sem aðgreinir gyðingdóm og kristni og hvað sameinar? Fræðslukvöldin hefjast kl. 20, boðið er upp á veitingar í hléi en eftir þær eru umræður um efni kvöldsins.

Nú er hægt að hlusta á upptökur af erindunum eða lesa sem flutt hafa verið á fræðslukvöldunum:

Dagskrá kvöldanna má nálgast hér.

Auglýsing