Drop-in giftingar á Valentínusardaginn!

Er það búið að vera á dagskránni að ganga í hjónaband í einhver ár eða jafnvel áratugi?
Stundum flækist fyrir að fólk heldur að það þurfi mikið umstang ef það er kirkjubrúðkaup, en það er alls ekki staðan.

Föstudaginn 14.febrúar ætla prestar bæjarins að bjóða upp á einfaldar og fallegar giftingar í Glerárkirkju fólki að kostnaðarlausu. Hver athöfn verður um 15 mínútur og í andyri kirkjunnar verður myndabás þar sem nýgifta parið og gestir þeirra geta tekið brúðkaupsmyndir. Parinu verður boðið að skála í cider eða freyðivíni og svo fá þau litla brúðkaupstertu með sér heim.

Hvað þurfum við að gera?

  1. Sækja um könnunarvottorð hjá sýslumanni, það er gert hér: https://island.is/um-hjonaband
  2. Senda póst á sindrigeir@glerarkirkja.is til að taka frá tíma í hjónavígslu.

 

Fyrstu kemur fyrstur fær!