Börnin á deildinni Bjargi á leikskólanum Tröllaborgum komu í Glerárkirkju og afhentu gjöf til Hjálparstarfs kirkjunnar. Þau höfðu aflað rúmlega 15.000 króna með sölu á listaverkum sem þau bjuggu til sjálf. Þau unnu með þemað SAMKENND og vildu sýna börnum sem ekki hafa aðgang að hreinu vatni samkennd og gefa þeim möguleika á hreinu vatni. Fyrir þessa upphæð er hægt að veita 50 manns hreint vatn. Fyrir hönd Hjálparstarfsins þakkaði Ragnheiður djákni þeim fyrir og afhenti þakkarbréf frá Hjálparstarfinu.