Plokkmessa

Við ætlum að koma saman, eiga stutta helgistund og fara síðan út um hverfið og plokka, tína rusl og hlúa svolítið að umhverfinu áður en haustið heilsar okkur.
Þjóðkirkjan setur umhverfismál á oddinn í september og svona tökum við þátt í grænum september kirkjunnar.
Kaffisamfélag eftir stundina.
Hanskar, pokar og ruslatínur verða í kirkjunni.

Undanfarin ár hefur þjóðkirkjan lagt aukna áherslu á mikilvægi þess að kirkjan sé virkur þátttakandi í því mikla verkefni að hjálpa samfélaginu að ganga betur um jörðina. Það samrýmist vel þeim boðskapi sem kirkjan byggir allt sitt á - að við skulum elska Guð og elska náungann eins og okkur sjálf. Guð elskar sköpunarverkið, og við eigum að elska það sem Guð elskar. Það er því kjarnaatriði í trúnni að við elskum og virðum jörðina. Eins ber okkur að elska náungann, komandi kynslóðir og alla þá sem upplifa þjáningu vegna breytinga á loftslagi. Umhverfismálin eru því hátrúarleg og þetta litla verkefni okkar er tilraun til að sýna kærleika gagnvart náttúrunni í verki.

Sjá facebook viðburð
Sjá frétt um Grænan september í kirkjunni