Sumarnámskeið Glerárkirkju 2023

Haldin voru tvö námskeið fyrir krakka í 1. – 4. bekk.

Alls sóttu 44 börn námskeiðin og lék veðrið við okkur báðar vikurnar.

Það var margt um að vera á þessum námskeiðum en hver dagur hafði sitt þema:

Hverfisdagur: Göngutúr var tekinn um hverfið og stoppað við Álfhól þar sem er leikvöllur. Þar léku krakkarnir sér, einhverjir hlupu um á meðan aðrir sköpuðu úr blómum.

Sælkeradagur: Bakaðar voru skúffukökur og sköffins (muffinsdeig sett í skúffukökuform), poppað popp og horft á bíómynd. Þessi dagur var í rólegri kantinum.

Bæjarferð: Tekinn var strætó niður í bæ þar sem margt var um að líta. Miðbærinn sjálfur, leikvöllurinn í Skátagilinu, Ævintýragarðurinn, andapollurinn, sundlaugargarðurinn og leikvöllurinn við Giljaskóla voru staðir sem heimsóttir voru.

Hjóladagur: Krakkarnir komu með hjól, hlaupahjól, línuskauta, hjólbretti og hjóluðu um á kirkjuplaninu. Þeim sem vildu stóð til boða að fara í smá hjólaferð um hverfið sem endaði í Giljaskóla á meðan gátu aðrir hjólað á planinu.

Sumarhátíð: Grillaðar pylsur og sykurpúðar, úðari, andlitsmálning, timburverk og almenn gleði.

 

Það var einnig mjög mikið perlað, litað, leikið sér, hlustað á sögur og farið í marga feluleiki í kirkjunni.

 

Þökkum við krökkunum kærlega fyrir þessa daga og vonumst til þess að sjá þau að ári 😊

 

Eydís, Sindri, Helga, Sigurður og Atli.

 

Hér er hægt að skoða myndir frá námskeiðunum, birt með leyfi foreldra.