Dagskrá um aðventu og jól

Verið velkomin til kirkju á aðventunni.

3. desember - fyrsti sunnudagur í aðventu.
 

Kl.17:00 Aðventukvöld

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri er ræðukona kvöldsins.

Sr. Sindri og Eydís þjóna, Barna- og æskulýðskórar Glerárkirkju syngja undir stjórn Margrétar Árnadóttur og Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.

 

10. desember - annar sunnudagur í aðventu

Kl.11:00 Sunnudagaskóli. Eydís leiðir skemmtilega stund í safnaðarheimilinu fyrir börn á öllum aldri. Síðasti hefðbundni sunnudagaskólinn fyrir jól. 

Kl.11:00 Messa. Sr. Guðmundur þjónar, Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.

Kl.16:00 Jólatónleikar Kórs Glerárkirkju

Á dagskránni er fjölbreytt og skemmtileg jólatónlist. Auk kórsins munu Margrét Árnadóttir, Petra Björk Pálsdóttir og Mike Weaver tréblástursleikari koma fram á tónleikunum. Ókeypis er á tónleikana.

 

17. desember - þriðji sunnudagur í aðventu

Kl.11:00 Jólasunnudagaskóli og helgisöngleikur kl. 11

Notaleg helgistund fyrir fólk á öllum aldri. Barna- og æskulýðskórarnir syngja undir stjórn Margrétar Árnadóttur, Guðný Alma Haraldsdóttir leikur undir.

 

24. desember - Aðfangadagur

Kl.17:00 Aftansöngur

Verið velkomin til kirkju á aðfangadagskvöld. Sr. Sindri þjónar, Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots. Við göngum út úr kirkjunni kl.18:00 þegar klukkurnar hringja jólin inn.

Kl.23:00 Miðnæturhelgistund með almennum jólasöng

Um jólanóttina er yndislegt að koma saman hér í kirkjunni og syngja jólalög og sálma. Sr. Magnús og Valmar Väljaots leiða stundina.

 

25. desember - Jóladagur

Kl.14:00 Hátíðarmessa

Sr. Guðmundur þjónar, Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.

 

26. desember - Annar í jólum

Kl.11:00 Fjölskylduguðsþjónusta

Eydís og Sindri leiða samveruna, Barna- og æskulýðskórar Glerárkirkju syngja undir stjórn Margrétar Árnadóttur

 

31. desember - Gamlársdagur

Kl. 11:00 Messa

Syngjum gamla árinu kveðjusöng og tökum því nýja fagnandi. Sr. Sindri Geir þjónar, Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.