Enn hægt að skrá sig á landsmót æskulýðsfélaga

Átta krakkar sem eru virk í æskulýðsstarfi Glerárkirkju hafa þegar skráð sig í hóp þeirra sem ætla á landsmót æskulýðsfélaga á Selfossi í lok október. Nokkrir eru enn að hugsa sig um eða eiga eftir að skila skráningarblaði. Skila þarf skráningu og greiða staðfestingargjald í síðasta lagi fimmtudagskvöldið 6. október.

Minnisblað vegna ferðar á landsmót æskulýðsfélaga á Selfossi


-    Við í Glerárkirkju þurfum að millifæra staðfestingargjald inn á reikning mótsstjórnar á föstudaginn 7. október.
-    Þess vegna er mikilvægt að allir séu búnir að greiða sitt staðfestingargjald fyrir fimmtudagskvöldið 6.október. Sá/sú sem greiðir ekki staðfestingargjald getur ekki farið með (ATH: Við í Glerárkirkju ráðum þessu ekki, þetta eru reglur frá mótsnefndinni).
-    EF ekki eru til peningar í fjölskyldunni á það ekki að koma í veg fyrir að hægt sé að fara með. Djákni hefur aðgang að styrktarsjóði fyrir fjölskyldur með bágan fjárhag og getur notað pening úr honum til þess að greiða staðfestingargjald fyrir viðkomandi. Enginn af hinum krökkunum fréttir af því. En foreldri/forráðamaður þarf að hafa samband við Pétur, í síðasta lagi 6. október. (Ath. Tek ekki við síma mánudag 3. okt. og þriðjudag 4. okt., er að kenna á námskeiði þá daga).
-    Hægt er að koma greiðslunni – 5.900 krónur – í peningaseðlum til Péturs í merktu umslagi í kirkjuna eða með því að millifæra á reikning kirkjunnar, kt. 450269-2479 (Lögmannshlíðarsókn), rnr. 1145-26-25. Ef millifært er, munið þá að senda tölvupóst á glerarkirkja@glerarkirkja.is með nafni barns (fyrstu 7 stafir duga).
-    Ef einhverjar spurningar vakna er velkomið að hafa samband í síma 864 8451 eða á netfangið petur@glerarkirkja.is
-    Þau sem skrá sig seinna en 7. október fara á biðlista. Kannski komast þau með, kannski ekki.
- Nánari upplýsingar má einnig finna á vef ÆSKÞ.
Kær kveðja
Pétur, Samúel og Guðrún

P.S. Svo sjáumst við á næsta fundi.