Á fræðslukvöldi 7. nóvember sl. flutti dr. Gunnlaugur A. Jónsson prófessor í Gamla testamentisfræðum erindi um Trúfélagið í ljósi Davíðssálma, afar áhugavert þar sem hann skýrði það sem er sameiginlegt og greinir á milli Gyðingdóms og kristni.
Þetta er fimmta erindið um kristna trú sem byggir á bók Halvard Moxnes. Dr. Gunnlaugur A. Jónsson lagði áherslu á fræðsvið sitt og rannsóknir á Davíðs sálmum sem varpa ljósi á helgihald trúarsamfélags Gyðinga sem kristnir menn hafa tekið í arf en skýrði jafnframt muninn á Gyðingdómi og kristni sem kemur fram í helgihaldi, hátíðum og tilbeiðslu. Vakti hann athygli á harmljóðum sálmanna og trúarþörfina að tjá þjáninguna frammi fyrir Guði sem nokkuð sem fer lítið fyrir í helgihaldi okkar lútherskra manna.