Komandi sunnudag er líf í kirkjunni.
Sunnudagaskólinn er á sínum stað kl.11:00
Seinnipartinn tökum við á móti fermingarbörnum og erum með vinnustofu fram að messu og kl.18;00 verður innsettningarmessa Eydísar djákna.
Eydís okkar var vígð til djákna í vetur og nú fögnum við því með messu þar sem við setjum hana formlega í sitt embætti.
Prestar kirkjunnar leiða stundina með Eydísi og Jóni Ármanni Gíslasyni prófasti.
Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur.
Eftir messu eruð þið hjartanlega velkomin í súpu, köku og kaffi í safnaðarheimilinu.
Verið velkomin!