ÆSKEY og KFUM og KFUK á Norðurlandi standa fyrir febrúarmóti dagana 18. og 19. febrúar á Hrafnagili. Þar mun fjöldi krakkar úr TTT
klúbbum kirknanna og úr yngri deildar starfi KFUM og KFUK hittast og eiga saman góðar stundir við leik og fræðslu.
Sjá nánar: http://www.glerarkirkja.is/is/kirkjan/news/daginn-i-dag-gerdi-drottinn-gud/
TTT klúbburinn í Glerárkirkju hittist alla mánudaga milli fjögur og fimm á neðri hæð Glerárkirkju. Þar er farið í
ýmsa leiki og margt til dundurs gert, en klúbburinn er í umsjón Grétu og Klaudiu. Í TTT klúbb Glerárkirkju eru allir krakkar úr fimmta,
sjötta og sjöunda bekk velkomin.
Framundan er skemmtileg dagskrá alla mánudaga en auk þess stefnir hópurinn á þátttöku í febrúarmóti ÆSKEY og KFUM og
KFUK sem haldið verður á Hrafnagili 18. til 19. febrúar næstkomandi.
Auglýsingabæklingur (PDF-til útprentunar)
Leyfisbréf fyrir þátttakendur frá Glerárkirkju (PDF-til útprentunar)