Við í Glerárkirkju bendum á pistil dagsins í Akureyri - vikublaði þar sem Arndís Bergsdóttir vitnar meðal annars í dr. Daniel Golemann sem bendir á að ,,Margir álíti sem svo að í netheimum sé búið að aflétta þeim félagslegu reglum sem við öll förum eftir í okkar daglega lífi (til dæmis að bora ekki í nefið á almannafæri eða ganga ekki að annarri manneskju og berja hana). Og í hömluleysinu finnst mörgum þeir tilheyra hópi." Pistillinn er vel til þess fallinn að hvetja okkur öll til að hugsa um eigin netnotkun.