Á morgun, þriðjudaginn 14. ágúst hefjast gistiferðir verðandi fermingarbarna á Hólavatn í Eyjafirði. Minnt er á að nauðsynlegt er að skrá sig. Því fyrr sem fólk skráir sig, þeim mun betur getum við skipulagt ferðirnar. Þessar ferðir eru ekki hluti af formlegri fermingarfræðslu kirkjunnar heldur er um kynningu á æskulýðsstarfi Glerárkirkju að ræða. Skráning stendur yfir á netfangið glerarkirkja@glerarkirkja.is