Fermingar nálgast í Glerárkirkju. Fyrri foreldrafundurinn til undirbúnings athafnanna var haldinn í dag, sunnudaginn 27. mars. Seinni foreldrafundurinn verður
svo haldinn sunnudaginn 3. apríl að fjölskylduguðsþjónustu lokinni. Foreldrar og forráðafólk sem náði ekki að mæta í dag
er hvatt til að mæta að viku liðinni. Hér á vefnum má nálgast ýmsar upplýsingar um fermingar í Glerárkirkju.
Yfirlit yfir fermingardaga og fermingarbörn má finna með því að smella á Fræðsla efst á síðunni og svo á
fermingarfræðsla í dálk til vinstri. Þá lendir maður
hér.
Í vinstri dálk á forsíðu er að finna dagatal. Þar er hægt að flétta og smella á þann dag sem um ræðir og
þá kemur upp listi með nöfnum fermingarbarna. Yfirlit yfir árið er á slóðinni:
http://www.glerarkirkja.is/is/kirkjan/news/getCalendarSummary?sort=year¤t=20 En einnig má skoða yfirlit yfir
fermingardagana
hér á vefnum.
Prestar kirkjunnar sendu nýverið út foreldrabréf þar sem fermingardagarnir eru taldir upp og minnt á æfingadagana. Það má
nálgast
hér á vefnum.
Krakkarnir eiga að velja sér ritningarvers. Sr. Arna setti
yfirlit yfir þau á
vefinn.
Nú stendur yfir í kirkjunni
myndasýning frá þemaviku fermingarbarna. Einnig tóku
prestarnir nokkrar myndir af fræðsluhópunum um daginn og má skoða
þær hér á vefnum.
Nánari upplýsingar um fyrirkomulag fermingarathafnanna gefa prestar kirkjunnar, sr. Gunnlaugur í síma 864 8455 og sr. Arna Ýrr í síma 864 8456. Einnig
má senda inn fyrirspurn
hér á vefnum.