Fermingardagar 2018 í Glerárkirkju verða með eftirfarandi hætti.
ATH: Allar fermingarathafnir í Glerárkirkju eru klukkan hálf tvö (13:30).
Öllum sem kjósa að fermast í Glerárkirkju er frjálst að velja hvaða fermingardag sem er, en til hægðarauka höfum við þann háttinn á að skipta dögunum upp eftir skólum. Ekki er hægt á þessum tímapunkti að skipta upp eftir bekkjum því ekki liggur fyrir fyrr en í ágúst hversu margir bekkir eru í hverjum skóla og hvaða nöfn þeir bekkir bera. Alla jafna er hafður sá háttur á að bekkurinn sem er fyrr í stafrófsröð fermist á fyrri fermingardegi viðkomandi skóla (Dæmi: Ef í Síðuskóla væru tveir bekkir, 8.DE og 8.ÞÆ, þá væri 8.DE á fyrri fermingardegi Síðuskóla).