Þriðjudaginn 16. október var komið að fermingarferðalagi númer tvö þetta haustið. Að þessu sinni tóku 27 krakkar úr Glerárskóla þátt. Lagt var af stað frá Glerárkirkju um hálf níuleytið að morgni dags og komið tæpum tólf tímum seinna til baka. Ekið var í Skagafjörð þar sem fyrst var komið við á Hólum í Hjaltadal áður en farið var á Löngumýri þar sem dvalið var við leik og störf. Með krökkunum í ferðinni voru sr. Gunnlaugur Garðarsson, sr. Guðmundur Guðmundsson sem nú leysir sr. Örnu Ýrr af og Pétur Björgvin djákni. Nokkrar myndir frá ferðinni eru nú aðgengilegar hér á vef Glerárkirkju.