Fermingarferðalög á Löngumýri

Prestar kirkjunnar hafa nú sent öllum foreldrum fermingarbarna bréf heim í pósti með upplýsingum vegna ferðalags á Löngumýri. Ef bréfið hefur af einhverjum orsökum ekki borist þá er það einnig aðgengilegt hér fyrir neðan. Akureyri, 9. október 2011

Til foreldra fermingarbarna

Eins og undanfarin ár fara fermingarbörnin í Glerárkirkju í ferðalag, sér til gagns og gamans. Farið verður frá Glerárkirkju sem hér segir:

  • Börn úr Glerárskóla, þriðjudaginn 18. október. Brottför kl. 08:30.
  • Börn úr Síðuskóla, fimmtudaginn 20. október. Brottför kl. 08:30.
  • Börn úr Giljaskóla, föstudaginn 21. október. Brottför kl. 08:30.
Ferðinni er heitið á Löngumýri í Skagafirði með viðkomu að Hólum í Hjaltadal. Áætluð heimkoma er upp úr kl. 20:00 sama dag. Kostnaði vegna ferðarinnar er haldið í lágmarki og er hún styrkt bæði úr sóknarsjóði Lögmannshlíðarsóknar og héraðssjóði prófastsdæmisins. Börnin greiða kr. 1.500 hvert, fargjöld, fæði og námsgögn eru þar innifalin. Ath. að stór heitur pottur (e. lítil laug) er að Löngumýri og eru börnin því beðin um að taka sundföt og handklæði með.

Auk okkar prestanna í Glerárkirkju, annast samveruna að Löngumýri, Pétur Björgvin Þorsteinsson, djákni.

Að lokum viljum við undirstrika mikilvægi þess að foreldrar ræki vel guðsþjónustur safnaðarins með börnum sínum í vetur. Þátttaka í guðsþjónustum er einn mikilvægasti liðurinn í fermingarundirbúningnum og hefur það ómetanlegt fordæmisgildi að foreldrar leggi því lið og komi ásamt börnum sínum. Einum klukkutíma í viku er vel varið með barni sínu í lofgjörð og bæn. Slíkt vekur og styrkir allt hið góða sem í hverri fjölskyldu býr.

Ath. Foreldrar þeirra fermingarbarna sem að einhverjum ástæðum þiggja ekki þetta boð eru vinsamlega beðnir að láta vita.

Virðingarfyllst
Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, 464 8802 / 864 8456
Sr. Gunnlaugur Garðarsson, 464 8808 / 864 8455

ATH: Farangurs- og slysatryggingar eru á ábyrgð forráðamanna.