Fjölbreytt dagskrá um hátíðarnar í Glerárkirkju

Það verður fjölbreytt helgihald í Glerárkirkju á aðventu og jólum í ár. Prestar, starfsfólk og kór kirkjunnar hafa undirbúið marga spennandi viðburði um hátíðarnar og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Utan hins hefðbundna helgihalds heldur Kór Glerárkirkju sína árlegu jólatónleika kl. 20 þann 14, desember n.k. og Gospelkór Akureyrar syngur í kvöldmessu 28. desember. Hér að neðan gefur að líta yfirlit viðburða í Glerárkirkju um hátíðarnar.

Sunnudagurinn 30. nóvember – Fyrsti sunnudagur í aðventu. 

  • Sunnudagaskóli og messa kl. 11: Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng undir stjórn Valmars Väljaots.
  • Aðventukvöld kl. 20:30: Ræðumaður er dr. Sigrún Stefánsdóttir. Kór Glerárkirkju syngur ásamt Barna og – Æskulýðskór kirkjunnar. Fermingarbörn taka þátt í ljósaathöfn. Allir eru velkomnir.

  Sunnudagurinn 7. desember ­– Annar sunnudagur í aðventu

  • Sunnudagaskóli og messa kl. 11: Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng undir stjórn Valmars Väljaots.
  • Kvöldguðsþjónusta kl. 20:30: Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar. Krossbandið leiðir almennan söng.
 Miðvikudagurinn 10. desember

  • Litlu jól UD Glerár, æskulýðsfélags Glerárkirkju og KFUM og KFUK kl. 20.

 Sunnudagurinn 14. desember – Þriðji sunnudagur í aðventu
  • Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11: Sr. Gunnlaugur Garðarsson og Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir, djákni, þjóna. Barna – og Æskulýðskór Glerárkirkju leiðir almennan söng.
  • Helgistund á Hlíð kl. 14: Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. 
  • Jólatónleikar Kórs Glerárkirkju kl. 20. Sérstakir gestir Karlakór Eyjafjarðar.
Fimmtudagurinn 18. desember

  • Samvera eldri borgara kl.15. Umsjón sr. Jón Ómar Gunnarsson. 

 Sunnudagurinn 21. desember – Fjórði sunnudagur í aðventu.

  • Sunnudagaskóli kl. 11. Mikill söngur og gleði.

 Aðfangadagur jóla.

  • Aftansöngur kl. 18. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng undir stjórn Valmars Väljaots.
  •  Miðnæturmessa kl. 23. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar.     

 Jóladagur

  • Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng undir stjórn Valmars Väljaots.

 Annar dagur jóla

  • Fjölskylduguðsþjónusta kl. 13. Sr. Jón Ómar Gunnarsson og Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir, djákni, þjóna. Barna – og Æskulýðskór Glerárkirkju leiðir almennan söng.

 Sunnudagurinn  28. desember

  • Kvöldguðsþjónusta kl. 20:30. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Gospelkór Akureyrar syngur undir stjórn Heimis Ingimarssonar.

 Gamlarsdagur – 31. desmeber

  • Aftansöngur kl. 18. Sr. Guðmundur Guðmundsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng undir stjórn Valmars Väljaots.

 Nýarsdagur – 1. janúar

  • Hátíðarmessa kl. 14. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng undir stjórn Valmars Väljaots.