Dagskrá um jól og áramót í Glerárkirkju samanstendur af sunnudagaskóla á Glerártorgi á
Þorláksmessu, aftansöng og miðnæturmessu á aðfangadag, hátíðarmessu á jóladag, fjölskylduguðsþjónustu
á öðrum degi jóla, aftansöng á gamlársdegi og hátíðarmessu á nýársdegi. Jólin verða svo kvödd í
Glerárkirkju á þrettánda degi jóla við aftansöng.
Helgihald í Glerárkirkju um jól og áramót
Þorláksmessa - 23. desember (sunnudagur)
- Sunnudagaskóli á Glerártorgi kl. 11:00. Jólalögin sungin undir stjórn Valmars Väljaots sem spilar á harmoniku. Pétur
Björgvin djákni endursegir jólaguðspjalliðo fyrir yngri börnin. Allir velkomnir.
Aðfangadagur jóla - 24. desember (mánudagur)
- Aftansöngur kl. 18:00. Blásarasveit tekur á móti kirkjugestum. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar, Kór Glerárkirkju syngur
undir stjórn Valmars Väljaots. Allir velkomnir.
- Miðnæturmessa kl. 23:00. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir og Pétur Björgvin Þorsteinsson djákni þjóna. Kór
Glerárkirkju syngur og leiðir almennan söng undir stjórn Valmars Väljaots. Guðrún Arngrímsdóttir syngur einsöng.
Jóladagur - 25. desember (þriðjudagur)
- Hátíðarmessa kl. 14:00. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Petru
Bjarkar Pálsdóttur.
Annar dagur jóla - 26. desember (miðvikudagur)
- Fjölskylduguðsþjónusta kl. 13:00. Sr. Gunnlaugur Garðarsson og Pétur Björgvin Þorsteinsson djákni þjóna.
Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots. ,,Litli leikklúbburinn" flytur helgileik.
Gamlársdagur - 31. desember (mánudagur)
- Aftansöngur kl. 18:00. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar, Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars
Väljaots.
Nýársdagur - 1. janúar 2013 (þriðjudagur)
- Hátíðarmessa kl. 14:00. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.
Þrettándi dagur jóla - 6. janúar 2013 (sunnudagur)
- Jólin kvödd við aftansöng kl. 18:00. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Petru
Bjarkar Pálsdóttur.