Fjölskylduguðsþjónusta

Sunnudaginn 3. febrúar kl. 11:00 er fjölskylduguðsþjónusta í Glerárkirkju. Þar mun Marína Ósk Þórólfsdóttir stjórna Barnakór Glerárkirkju og Æskulýðskór Glerárkirkju auk þess sem að sunnudagaskólakrökkunum bíðst að taka þátt í nokkrum hreyfisöngvum. Þá munur þær Dagný og Ragnheiður sjá um brúðuleikhús dagsins og dreifa sunnudagaskólamyndum að samveru lokinni. Prestur er sr. Gunnlaugur Garðarsson. Allir hjartanlega velkomnir.