Fimmtudagskvöldið 4. október kl. 20:00 er foreldrafundur í UD-Glerá, sameiginlegu unglingastarfi KFUM og KFUK og Glerárkirkju. Til fundarins er boðað til að ræða markmið og ramma unglingastarfsins og sérstaklega fyrirhugaða ferð á Evrópuhátíð KFUM og KFUK í ágúst 2013. Fundurinn verður haldinn í félagsheimili KFUM og KFUK í Sunnuhlíð en þar fer unglingastarfið fram. Þeir 50 krakkar sem mættu í gærkvöldi (27. september) fengu foreldrabréf með sér heim, en það er einnig birt hér á vef Glerárkirkju:
UD-GLERÁ
Unglingastarf KFUM og KFUK og Glerárkirkju veturinn 2012-2013
Boð á foreldrafund, fimmtudagskvöldið 4. október kl. 20:00.
Akureyri, 27.09.2012
Ágætu foreldrar og forráðafólk.
Þann 4. október næstkomandi boðum við foreldra og forráðafólk ásamt unglingunum sem taka þátt í UD-Glerá á foreldrafund. Fundurinn verður haldinn í félagsheimili KFUM og KFUK í Sunnuhlíð og hefst kl. 20:00. Ekki verður um unglingastarf að ræða þetta kvöld en eins og áður segir biðjum við unglingana að koma á fundinn ásamt foreldrum/forráðafólki.
Efni fundarins er kynning á vetrarstarfinu, markmiðum starfsins og umgjörð þess ásamt helstu uppákomum vetrarins. Aðalefni fundarins verður kynning á Evrópuhátíð KFUM og KFUK sem haldin verður í Prag í Tékklandi í byrjun ágúst 2013. Ferðin er opin þeim unglingum sem eru virk í UD-GLERÁ, þ.e. unglingstarfi KFUM og KFUK og Glerárkirkju. Eins og gefur að skilja er ferð sem þessi kostnaðarsöm og því er um stóra ákvörðun að ræða fyrir hverja fjölskyldu og mikilvægt að sem flestir mæti til að fá upplýsingar. Á fundinum munum við kynna kostnað og helstu þætti í skipulagi ferðarinnar, ræða fjáröflunarleiðir, skipa fjáröflunarnefnd foreldra og gefa upp reikningsnúmer fyrir þau sem þegar vilja byrja að spara og leggja til hliðar mánaðarlega. Ekki er nauðsynlegt að taka ákvörðun strax um þátttöku í ferðinni til Prag.
Þetta kvöld hefst líka fyrsta fjáröflunarverkefnið: Þeim sem það vilja býðst að bera út safnaðarblað Glerárkirkju, en sá útburður þarf að fara fram föstudaginn 5. október eða laugardaginn 6. október. Blöðum og götum verður úthlutað í lok fundarins.
Unglingastarfið heldur svo áfram fimmtudagskvöldið 11. Október. Þá stefnum við að þátttöku í heimsáskorun KFUM og KFUK laugardaginn 13. Október og hvetjum við unglingana til að taka þann dag frá. Nánari upplýsingar um heimsáskorunina verða líka gefnar á foreldrafundinum.
Með kærri kveðju og von um gott samstarf
Jóhann H. Þorsteinsson (699 4115) og Pétur Björgvin Þorsteinsson ( 864 8451)