Í sumar ætlum við að gera tilraun til að bjóða upp á foreldramorgna á hefðbundnum tíma, kl. 10 á fimmtudagsmorgnum. M.a. gerum við þetta til að bregðast við þörf þeirra foreldra og barna sem eru að bíða eftir leikskólaplássi og þurfa að svala félagsþörf sinni. Það verður því opið í Glerárkirkju kl. 10 alla fimmtudagsmorgna í sumar. Ekki verður boðið upp á morgunverðarhlaðborð eins og hefð er fyrir í vetrarstarfinu, en að sjálfsögðu verður heitt á könnunni, drykkir fyrir börnin og leikföngin og notalegheitin á sínum stað.
Hér má sjá tengil á umfjöllun Hildu Jönu um foreldramorgnana á N4